Í ljósi atburða og þeirra hamfara sem eldgos hefur valdið í Grindavík hefur listamaðurinn Midas ákveðið að gefa hagnað af tveim listaverkum sem eru í formi NFT til styrktar Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og ekki vita hvernær þeir geta snúið aftur.
„Þessi verk eru NFT (Non-Fungible Tokens) sem verða seld á markaðssvæði Rarible og fer allur ágóði af sölu þessara verka beint í sjóð sem hefur það að markmiði að hjálpa þeim sem hafa tapað heimilum sínum og þurfa að byrja upp á nýtt,“ segir listamaðurinn.
Þessi gjöf frá Midas er ákveðin með samhug til fólks sem hefur um sárt að binda eftir að hafa þurft að hrökklast frá heimilum sínum og lifir núna í óvissu um framtíðina. Midas átti heimili um tíma í Grindavík og tengist því bæjarfélaginu taugum sem hafði áhrif á þá ákvörðun um að reyna að aðstoða með því að gefa hagnað þessara tveggja verka til hjálpar Grindvíkingum.
NFT-in sem hafa verið gefin út eru einkennandi verk frá Midas, sem hefur unnið þau sérstaklega með atburði síðustu missera að leiðarljósi. Listamaðurinn segist vera hrifinn af hugmyndinni um að list og sköpun geti komið saman til að styðja við samstöðu og endurbyggingu samfélaga.
Allir sem hafa áhuga á að kaupa NFT-in geta gert það á vefsíðu Midas.
„Allur hagnaður og royalty fer í sérstakan styrktarsjóð, sem hefur verið stofnaður til að hjálpa Grindvíkingum. Einnig eru þessi verk til sölu sem prent á striga og fer 100% hagnaður af fyrstu 5 eintökunum af hvoru verki í sama sjóð að auki.“