Harðhausinn Troy Deeney entist ekki lengi sem þjálfari Forest Green í ensku fjórðu deildinni en hann er að reyna fyrir sér í þjálfun í fyrsta sinn.
Deeney er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Watford þar sem hann lék lengi með liðinu í úrvalsdeildinni.
Þolinmæðin er engin hjá Forest Green sem ákvað að reka Deeney eftir aðeins sex leiki sem er í raun enginn tími.
Deeney náði alls ekki frábærum árangri á tíma sínum við stjórnvölin og vann ekki leik á tíma sínum þar.
Deeney er 35 ára gamall en hann var einnig leikmaður liðsins og skoraði fjögur mörk í 18 leikjum.