Christian Pulisic hefur verið valinn leikmaður ársins í Bandaríkjunum í fjórða sinn og jafnar þar með met goðsagnarinnar Landon Donovan.
Donovan var um tíma besti leikmaður Bandaríkjanna og spilaði fyrir lið eins og Fulham og Tottenham.
Pulisic er umdeilanlega stærsta stjarnan í bandarískum fótbolta í dag en hann er á mála hjá AC Milan á Ítalíu.
Fyrir það lék vængmaðurinn með tveimur öðrum stórliðum eða Borussia Dortmund og Chelsea.
Pulisic er enn aðeins 25 ára gamall og á nóg eftir og eru allar líkur á að hann verði sá fyrsti í sögunni til að vinna verðlaunin fimm sinnum.