Ryan Giggs, goðsögn Manchester United, hefur skotið föstum skotum á vængmanninn Antony sem spilar með félaginu í dag.
Antony hefur heillað fáa síðan hann samdi fyrir síðasta tímabil en hann var keyptur fyrir risaupphæð frá Ajax.
Giggs er mun hrifnari af ungstirninu Alejandro Garnacho sem hefur fengið þónokkur tækifæri í vetur og staðið sig með prýði.
Giggs gagnrýndi þá einnig kaupstefnu United og er á því máli að lítin hugsun sé á bakvið kaup liðsins undanfarin ár.
,,Hann nær þér úr sætinu, hann gefur þér tíu sinnum meira en hinn gæinn sem kostaði svo miklu meira,“ sagði Giggs.
,,Kaup félagsins undanfarin ár, mörg ár hefur einfaldlega verið skelfileg.“