fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Svaraði fullum hálsi eftir að honum var sagt að drullast burt: Versta sem þú upplifir – ,,Hver ert þú að segja mér að fara?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. janúar 2024 09:30

Agbonlahor í landsleik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir fótboltamenn sem hafa lent í því að enda í rifrildum við sína þjálfara og það má segja um fyrrum enska landsliðsmanninn, Gabby Agbonlahor.

Agbonlahor er goðsögn Aston Villa en hann hefur lagt skóna á hilluna og var nálægt því að yfirgefa félagið 2016.

Roberto Di Matteo tók þá við keflinu hjá Villa og eitt það fyrsta sem hann bað um var að losna við enska sóknarmanninn.

Agbonlahor hafði allan sinn feril verið á mála hjá Villa og er fæddur í borginni Birmingham, heimabæ félagsins.

Di Matteo hafði lítinn áhuga á að nota Agbonlahor sem svaraði fyrir sig af fullum hálsi og var í kjölfarið neyddur í að æfa einn og spila með varaliðinu í dágóðan tíma.

,,Ég lenti í þessu undir Di Matteo hjá Aston Villa. Þetta er það versta sem þú upplifir sem fótboltamaður,“ sagði Agbonlahor.

,,Di Matteo vildi losna við mig og ég svaraði um leið: ‘Nei, hver ert þú að segja mér að fara? ég er ekki að fara neitt. Þetta er mitt félag, ég hef verið hérna síðan ég var krakki.’

,,Já við féllum úr efstu deild og þetta var vonlaus tími fyrir fótboltaliðið en ég vildi bæta upp fyrir það. Hann lét mig spila fyrir varaliðið og stundum æfði ég einn, þetta var ömurleg upplifun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja