Eiginmaður Allison Boyle sendi henni skilaboð einn daginn og sagðist ætla að bjóða henni á stefnumót um kvöldið, út að borða og Boyle ætti því að klæða sig upp í sitt dýrasta púss. Boyle ákvað að taka eiginmanninn á orðinu, en útkoman var ekki alveg það sem hann átti von á.
Boyle deildi myndbandi á TikTok þar sem sjá má hana klæða sig í dýrustu fötin sem hún á. Myndbandið hefur fengið yfir sex milljón áhorf og nærri 200 þúsund hafa líkað við það auk þess sem fjöldi athugasemda hafa verið skrifaðar.
Eins og sjá má þá klæðir Boyle sig í göngubuxur, hitasokka og gönguskó, hlýtt undirlag, úlpu, hjálm og tekur ísöxi upp. Boyle er þekkt fyrir útivistarmyndbönd sín og heldur úti námskeiði á netinu fyrir New Year Adventurous You. Heildarverð fatnaðinr er samkvæmt frétt Dailymail um 2000 dalir eða 274 þúsund krónur. Ljóst er að hér er ekki miðað við verð fatnaðarins og útbúnaðar hérlendis, líklega mætti þrefalda töluna.
@shedreamsofalpineWhat do you think? 😏 I think I look 🔥🔥🔥 Is this is your kind of „fashion“ too? 😂 Or maybe you want to take yourself or your best hiking partner on an adventure-themed date? Link in bio to get a list of 45 adventure-related ideas and goals to inspire you!
TikTok notendur elska myndbandið. „Ég hló frá upphafi til enda! Vel spilað, drottning!,“ skrifar einn þeirra.