Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Á dögunum sagði Fótbolti.net frá því að Gylfi Þór Sigurðsson íhugaði að leggja skóna á hilluna.
„Það var hálf sorglegt að sjá þetta,“ sagði Helgi áður en Hrafnkell tók til máls.
„Ég er búinn að kanna þetta og þetta er ekki rétt. Hann er bara að íhuga næstu skref.“
Gylfi sneri aftur á völlinn með Lyngby í haust og landsliðinu í kjölfarið en hefur svo verið mikið frá vegna meiðsla.
„Þetta hefur samt ekki farið á flug svo maður myndi alveg skilja hann,“ sagði Helgi.
„Þetta er erfitt þegar þú ert kominn á þennan aldur. Hann spilaði ekki í tvö ár og var lokaður inni í einhvern tíma,“ sagði Mikael.
Hrafnkell lagði til heimkomu.
„Er ekki fínt að koma bara heim í FH og finna gleðina aftur?“
Umræðan í heild er í spilaranum.