fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Sport

Botnaði ekki í þessu í umfjöllun um síðasta leik Strákanna okkar – „Ég ætla að vera hreinskilinn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. janúar 2024 12:30

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur spilað fjóra leiki á EM til þessa, þrjá í riðlakeppni og einn í milliriðli. Gengið hefur almennt verið arfaslakt en liðið sýndi betri frammistöðu í naumu tapi gegn Þýskalandi í síðasta leik.

„Ég ætla að vera hreinskilinn, ég er ekki alveg að skilja þessa meðvirkni. Mér finnst Ísland vera betra handboltalið en Þýskaland. Þetta þýska lið er ekkert frábært og með minni breidd en Ísland,“ segir Mikael og hélt áfram.

„Þetta er Ísland í handbolta. Ef Frakkland í fótbolta tapar leikjum eru þeir ekkert ánægðir af því þeir börðust. Liðið var ekki frábært (á móti Þýskalandi), það voru 4-5 sem spiluðu frábærlega. 4-5 lykilmenn áttu hauskúpuleik í gær.“

Mikið var talað um það fyrir mót hvað íslenska liðið væri gott sóknarlega.

„Þetta er mjög skrýtið allt saman. Ég er búinn að horfa á marga leiki á þessu móti og mér finnst ekkert benda til þess að við séum eitthvað frábærir sóknarlega. Það eru allir að bíða eftir að við byrjum að spila eins og Snorri gerði með Val en þetta er svo langt frá því. Þetta er hægt, lítið um kerfi sem maður sér augljóslega og skotum fyrir undan. Þetta er hnoð og búið að lesa okkur fyrir löngu,“ segir Hrafnkell um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
Hide picture