KR hefur ráðið Pálma Rafn Pálmason sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Mun hann aðstoða Gregg Ryder aðalþjálfara.
Pálmi þekkir vel til hjá KR en hann gekk í raðir félagsins 2015 og lauk þar leikmannaferlinum sjö árum síðar.
Pálmi var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR í fyrra. Nýr þjálfari kvenna megin verður kynntur á morgun.
Pálmi mun aðstoða Gregg Ryder
Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur ráðið Pálma Rafn Pálmason sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.Nánari upplýsingar:https://t.co/5GCJ6M7xxc pic.twitter.com/4omx756B2V
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 19, 2024