Eins og við sögðum frá fyrr í dag er Raphael Varane varnarmaður Manchester United í skíðaferð en það gæti verið að koma honum í vandræði.
Meira:
Stjarna Manchester United í skíðaferð og klæddur í íslenska hönnun
Þannig er það í reglum fyrir leikmenn félagsins að þeim er bannað að fara á skíði eða annað slíkt enda meiðslahættan nokkur.
Vekur þetta athygli sökum þess að Varane er mikill meiðslapési og er þessi staðreynd sögð pirra Erik ten Hag.
Varane birti mynd af sér á Instagram þar sem hann er klæddur í Tindur Down Jacket úlpu frá 66 Norður.
Líklegt verður að teljast að Varane hafi verslað úlpuna í glæsilegri verslun 66 Norður í London.
Varane hefur verið hjá Manchester United í tæp þrjú ár en hann átti mögnuð ár hjá Real Madrid áður en hann kom til Englands.