fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Handtóku flugþjón American Airlines sem myndaði barnungar stelpur á flugvélarklósettum

Pressan
Laugardaginn 20. janúar 2024 20:30

Estes Carter Thompson III var handtekinn síðastliðinn fimmtudag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugþjónn American Airlines var síðastliðinn fimmtudag handtekinn eftir að hann var staðinn að verki að reyna að mynda klósettferð fjórtán ára stúlku í háloftunum.

Estes Carther Thompson, sem er 36 ára gamall, var gripinn glóðvolgur í september síðastliðnum og í kjölfarið hóst ítarleg lögreglurannsókn sem leiddi til þess að Thompson er grunaður um að hafa myndað að minnsta kosti fjórar stúlkur til viðbótar í fyrri flugferðum, sú yngsta þeirra er sögð sjö ára gömul.

Bauð stúlku á klósett á efsta farrými

Í frétt New York Post er atvikinu sem leiddi til handtöku Thompson líst nánar. Það gerðist um borð í flugvél sem var á leið frá Charlotte í Norður-Karólínu áleiðis til Boston, Massachusetts þann 2. september síðastliðinn. Stúlkan var þá í biðröð eftir klósetti á almennu farrými þegar Thompson bauð henni að nota klósettið á business farrými flugsins.

Hann vísaði henni veginn að klósettinu en sagðist svo þurfa að rétt þvo á sér hendurnar og laga klósettsetuna sem hefði brotnað rétt áður. Thompson stökk í kjölfarið inn á klósettið og lokaði að sér en kom svo fram skömmu síðar og hleypti stúlkunni að.

Þegar hún hafði læst að sér og lyft klósettsetunni þá blöstu við tveir límmiðar en á annan þeirra hafði Thompson skrifað þau viðvörunarorð að klósettsetan væri brotin. Stúlkan var hins vegar eldri en tvævetur og þegar hún gáði betur að sá hún að límmiðarnir voru límir yfir farsíma og huldu nánast allt nema myndavélalinsuna.

Sími Thompson var falinn bak við límmiða

 

Læsti sig inni á klósetti fram að lendingu

Stúlkan tók ofangreinda mynd af gjörningi Thompson og lét svo foreldra sína vita þegar í stað. Í kjölfarið var flugstjóranum gert viðvart og biðu laganna verðir eftir Thompson þegar lent var í Boston.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að faðir stúlkunnar hafi gengið á Thompson í háloftunum en hann hafi brugðist við því með því að læsa sig inni á klósetti þar til flugvélin lenti.

Leitað var á Thompson skömmu eftir lendingu og auk símans fundust ellefu rauðir límmiðar á honum eins og á myndinni hér fyrir ofan. Engin gögn fundust hins vegar á síma Thompson en hann hafði nýtt tækifærið og hreinsað allt útaf símanum áður en kom að lendingu. Það sama hafði hann hins vegar ekki gert varðandi iCloud-reikning sinn og þar fundu laganna myndir af öðrum barnungum fórnarlömbum sem verða notuð í réttarhöldum yfir honum.

Á yfir höfði sér þungan dóm

Thompson á yfir höfði sér allt að 50 ára dóm fyrir brot sín en þá hafa foreldrar stúlkunnar sem kom upp um hann einnig lagt fram kæru á hendur American Airlines, meðal annars fyrir að bregðast ekki rétt við þegar málið kom upp og gefa níðingnum ráðrúm til þess að eyða sönnunargögnum af síma sínum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?