Jose Mourinho hefur samkvæmt miðlum ytra samþykkt að taka við Al-Shabab í Sádí Arabíu, hann var rekinn frá Roma í vikunni.
Samkvæmt fréttum hefur Mourinho nú þegar fundað með forráðamönnum Al-Shabab.
Al-Shabab vonar að allt gangi smurt fyrir sig og að Mourinho mæti til Sádí Arabíu um helgina.
Yfirmenn deildarinnar í Sádí Arabíu hafa gefið félaginu á að fá Mourinho og borga honum hressilega fyrir.
Mourinho er sagður fljúga til Riyadh á næstu dögum og ganga þar frá lausum endum.