Manchester United er að skoða það að fá sér markvörð nú í janúar en Andre Onana er á Afríkumótinu og hefur ekki spilað vel hjá United.
United keypti Andre Onana frá Inter síðasta sumar en hann hefur verið ansi mistækur.
Nú segja miðlar á Ítalíu að Erik ten Hag hafi áhuga á því að fá Ivan Provede markvörð Lazio nú í janúar.
Ivan Provede er ítalskur markvörður sem hefur farið víða en Ten Hag er talinn heillast af honum.
Ljóst er að Ivan Provede kæmi ekki nema með því loforði að hann væri að koma sem fyrsti kostur í markið.