fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Dauðbrá þegar kom í ljós hvað var í pokanum á götunni

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 19. janúar 2024 14:30

Innkaupapoki-Wikimedia/Donald Trung Quoc Don. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem var úti að ganga með hundinn sinn í austuhluta London í gærkvöldi gekk fram á innkaupapoka sem viðkomandi þótti grunsamlegur. Manneskjunni dauðbrá þegar hún leit nánar ofan í pokann og sá að í honum var nýfætt barn vafið inn í handklæði.

Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail.

Sex stiga frost var úti þegar barnið, sem er stúlka, fannst. Lögreglan óskar eftir upplýsingum frá þeim sem kunna mögulega að búa yfir upplýsingum um hverra manna stúlkan er og hvetur móður hennar eindregið til þess að gefa sig fram.

Þrátt fyrir kuldann og að hafa aðeins handklæði til að halda á sér hita er litla stúlkan sögð ósködduð en er sem stendur undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.

Lögreglan hefur tilkynnt fundinn til félagsmálayfirvalda.

Fólk sem kann að þekkja til stúlkunnar eða móður hennar er beðið um að hafa samband við lögregluna sem allra fyrst.

Yfirlögregluþjónn þakkaði manneskjunni sem fann barnið og segir að viðkomandi hafi haldið hita á barninu þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Hann þakkaði einnig vitnum sem dvöldu á vettvangi til að ræða við lögreglu og bráðaliða og segir þau hafa átt sinn þátt í að bjarga lífi stúlkunnar.

Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af heilsu og velferð móðurinnar þar sem hún hefði þurft á aðstoð heilbrigðisstarfsfólks að halda í kjölfar þess að hafa fætt barn. Heilbrigðisstarfsfólk og sérþjálfaðir lögreglumenn séu tilbúin til að aðstoða hana. Hún er eindregið hvött til að hafa samband í síma eða einfaldlega mæta á næsta spítala eða lögreglustöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?