Franska fyrirtækið New Colour, sem sérhæfir sig í slíkum aðgerðum, deildi myndbandi af einni konu sem undirgekkst aðgerðina hjá þeim. Myndbandið hefur vakið mikla athygli, fengið yfir 20 milljónir áhorfa, en það eru ekki allir á sömu blaðsíðunni varðandi útkomuna.
@new_color_flaak EYE COLOR CHANGE for @LAYYONS🦋 Eye color change using the FLAAK Pro technique, the most advanced and natural keratopigmentation ☝🏼 You dream about changing the color of your eyes? Send us a PM 💌 #newcolor #flaak #keratopigmentation #visumax #visumax800 #eye #eyecolorchange ♬ son original – new_color_flaak
Flestir þeirra sem skrifuðu við myndbandið sögðust ekkert skilja af hverju einhver myndi leggja á sig aðgerð og hætturnar sem henni fylgja til að breyta um augnlit, fólk gæti einfaldlega gengið með litaðar linsur.
Sumir veltu fyrir sér hvaða áhrif þetta mun hafa á augun til lengri tíma.
Ein kona getur svarað því. Fyrirsætan Nadinne Bruna fór til Kólumbíu til að breyta brúnu augunum sínum í ljósgrá. Aðgerðin þar var öðruvísi en sú sem franska fyrirtækið framkvæmir. Kólumbíska fyrirtækið notaði sílikon ígræðslu til að breyta augnlitnum og missti Bruna 80 prósent sjón í hægri auga og 50 prósent í því vinstra.
„Augun mín voru fullkomlega heilbrigð fyrir aðgerðina,“ sagði Bruna í viðtali við Healthline.
Dr Colin McCannel sagði við miðilinn að það væri slæm hugmynd að gangast undir óþarfa augnaðgerðir vegna hugsanlegra aukaverkana.