fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Þú lítur út eins og mella! Og þú ert með einum ríkasta manni í heimi“

Fókus
Föstudaginn 19. janúar 2024 10:39

Megyn Kelly gagnrýndi fataval Lauren Sánchez harðlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeff Bezos, stofnandi netverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, fagnaði sextugsafmæli sínu á dögunum.

Unnusta hans, fjölmiðlakonan Lauren Sánchez, mætti að sjálfsögðu í afmælið og hefur klæðnaður hennar vakið mikla athygli.

Hún klæddist gegnsæjum blúndukjól frá Dolce & Gabbana og svörtum g-streng undir.

Netverjar hafa haft ýmislegt að segja um kjólinn en það var fjölmiðlakonan Megyn Kelly sem hafði mest um hann að segja. Hún fór hörðum orðum um fataval Sánchez.

„Sorrí, en hún lítur út eins og mella […] Þú lítur út eins og mella! Og þú ert með einum ríkasta manni í heimi,“ sagði Kelly í útvarpsþættinum The Megyn Kelly Show á miðvikudaginn.

„Er þetta nýjasta tískan, að klæðast g-streng og kynþokkafullum brjóstahaldara, og svo bara einhverju blúndu dæmi yfir?“

Hún sagði jafnframt að hún væri ekki að reyna að vera „einhver tepra“ en að henni þyki að „við sem samfélag séum að glata einhverju.“

Sjá einnig: Jeff Bezos og Lauren Sánchez höfð að háði og spotti fyrir „smekklausa“ og „stórfurðulega“ myndatöku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?