Al-Hilal hefur ekki rift samningi Neymar þrátt fyrir einhverjar fréttir um annað. Fabrizio Romano segir frá.
Neymar gekk í raðir Al-Hilal í sumar en sleit skömmu síðar krossband og er frá út leiktíðina.
Nú voru fréttir á kreiki um að sádiarabíska félagið myndi rifta samningi hans en ekkert er til í því.
Renan Lodi, sem er nýkominn til félagsins, mun hins vegar taka pláss hans í hópnum út leiktíðina þar sem Neymar getur ekki spilað.
Stefnt er að því að Neymar spili með Al-Hilal á næstu leiktíð.
🚨🇧🇷 Al Hilal have NOT terminated Neymar Jr contract. Reports are being denied by sources as “fake news”.
Al Hilal will just make space in squad list for Renan Lodi as foreigner player as Neymar’s injured and won’t play again this season.
…then he’s set to return in the squad. pic.twitter.com/zVNkH31OVE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 18, 2024