fbpx
Laugardagur 28.september 2024
433Sport

KSÍ búið að framlengja samning Åge Hareide

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 19. janúar 2024 09:21

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur samið við Norðmanninn Åge Hareide um framlengingu á samningi hans sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Nýr samningur gildir út árið 2025.

Hareide tók við þjálfun A-landsliðs karla í apríl á síðasta ári og stýrði liðinu í átta leikjum í undankeppni EM það ár og í tveimur vináttuleikjum í janúar á þessu ári. Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland mætir Ísrael, og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu.

Sem fyrr segir gildir nýr samningur til 2025 en í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026.

„Ég hef virkilega notið þess að þjálfa Ísland þetta tæpa ár sem ég hef verið með liðið og ég hlakka til komandi verkefna. Þó liðið sé í ákveðnum uppbyggingarfasa þá er líka mikilvægt að ná úrslitum, og akkúrat núna er öll okkar áhersla og allur okkar fókus á umspilsleikinn við Ísrael í mars. Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi. Ég hef mikla trú á liðinu og leikmönnunum, þetta er hæfileikaríkur og metnaðarfullur hópur, starfsfólk og umgjörð liðsins er fyrsta flokks, og við getum náð árangri með samstöðu og góðu skipulagi,“segir Hareide í tilkynningu KSÍ.

„Við erum mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Åge Hareide og höfum mikla trú á honum og hans starfi. Það er verðugt verkefni fyrir hvaða þjálfara sem er að sameina það tvennt að halda áfram uppbyggingu nýs liðs og á sama tíma að ná árangri á vellinum, og við erum sannfærð um að Åge sé rétti þjálfarinn í það verkefni, með alla sína reynslu og þekkingu á landsliðsfótbolta,“segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hermann útskýrir af hverju hann er hættur með ÍBV – „Ég sé það ekki ganga upp að búa í bænum með unga fjölskyldu“

Hermann útskýrir af hverju hann er hættur með ÍBV – „Ég sé það ekki ganga upp að búa í bænum með unga fjölskyldu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf að hætta vegna ólæknandi krabbameins

Þarf að hætta vegna ólæknandi krabbameins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gísli Gottskálk framlengir við Víking – Höfnuðu ítrekuðum tilboðum KR

Gísli Gottskálk framlengir við Víking – Höfnuðu ítrekuðum tilboðum KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fengu allir gefins bíl í gær – Bellingham og Mbappe völdu sér 27 milljóna króna bíl

Fengu allir gefins bíl í gær – Bellingham og Mbappe völdu sér 27 milljóna króna bíl
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ríkari í hvert skipti sem hann hittir Ronaldo

Ríkari í hvert skipti sem hann hittir Ronaldo
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Tíu menn Tottenham unnu frábæran sigur – Kristian spilaði fyrir Ajax

Evrópudeildin: Tíu menn Tottenham unnu frábæran sigur – Kristian spilaði fyrir Ajax