fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

NASA tókst loksins að opna hylkið frá Bennu – Gæti innihaldið lífsins fræ

Pressan
Föstudaginn 19. janúar 2024 07:30

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september kom hylki eitt til jarðarinnar um langan veg utan úr geimnum. Það innihélt jarðvegssýni sem voru tekin á loftsteininum Bennu. En vísindamenn hjá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, lentu óvænt í vanda við að opna hylkið því ómögulegt reyndist að losa tvær skrúfur á því. En nú hefur þeim loksins tekist að opna það.

Eftir margra mánaða vinnu tókst að opna hylkið þann 10. janúar. Það innihélt um 250 grömm af jarðvegi frá Bennu. Það var OSIRIS-REX geimfarið sem sótti sýnið. Talið er að jarðvegssýnið innihaldi lífsins fræ, það er efni sem komu hugsanlega að myndun lífs. Þetta er fyrsta sýnið sem NASA hefur sótt á loftstein.

Áður en það tókst að opna hylkið hafði tekist að ná 70 grömmum af jarðvegi úr loki þess en tvær skrúfur komu í veg fyrir að hægt væri að ná restinni. Það var ekki fyrr en búið var að búa til ný verkfæri sem tókst að losa skrúfurnar.

Live Science hefur eftir Eileen Stansbery, hjá NASA, að unnið hafi verið sleitulaust að því að opna hylkið og að þessi vinna hafi að lokum skilað árangri.

Það var flókið og langt verkefni að sækja sýnið til Bennu. Geimfarið ferðaðist 6,4 milljarða kílómetra um geiminn á leið sinni fram og til baka. Hylki lenti síðan í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum.

Bennu er í flokki loftsteina sem geta hugsanlega lent í árekstri við jörðina. Líkurnar á því eru 1 á móti 2.700 og er það árið 2182 sem þær eru svo miklar. Enginn annar þekktur hlutur í geimnum er líklegri til að lenda í árekstri við jörðina okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad