Ísland tapaði gegn Þýskalandi 24-26 í fyrsta leiknum í milliriðli á EM í Þýsklandi. Þrátt fyrir tap var þetta líklega besti leikur íslenska liðsins á mótinu til þess en á köflum var vörnin frábær og markvarslan var í heild mjög góð, þar sem Viktor Gísli varði 13 skot og Björgvin Páll varði tvö vítaköst.
Það sem olli ósigrinum var mjög slæm færanýting íslenska liðsins í leiknum en fjölmörg færi fóru forgörðum, þar á meðal vítaköst.
„Dieser Sieg ist soooo wichtig,“ – eða „Þessi sigur er svooo mikilvægur,“ segir þýska æsifréttaritið Bild um leikinn en Ísland var allan tímann fram að lokamínútunum í góðum möguleika á að hirða sigurinn. Bild segir að sigurinn hafi verið naumur og leikurinn taugatrekkjandi.
Þýska liðið var ekki hrífandi í þessum leik en bæði lið voru höktandi í sóknarleiknum.
Íslenskir netverjar höfðu sem fyrr ýmislegt að segja um leikinn og hér að neðan er brot af því besta.
Eitt í þessu, afhverju er ekki skotklukka í handbolta?
— Haukur Heiðar (@haukurh) January 18, 2024
Ok, nú þarf að refsa þessum Þjóðverjum fyrir ömurlegustu útgáfu íslenska þjóðsöngsins sem heyrst hefur.
— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) January 18, 2024
Er ekki hægt að koma þessari ommelettu úr þýska markinu? #emruv
— Hrund Heiðrúnardóttir (@HrundSnorradot1) January 18, 2024
Það sem Sigvaldi veit er að ef þú ert með 200 cm x 210 kg þýskan markvörð í rammanum sem ofan á allt heitir Wolff þá er eina leiðin að byrja leikinn á því að fórna skoti í að bomba í nýrað á honum pic.twitter.com/9xCe2v792a
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 18, 2024
Guys. Hlustið.
Ég veit að þetta hljómar eins og ræða frá þjálfara í fjórða flokki. En ég hætti líka að æfa í fjórða flokki.
Það þarf bara eina ógn að utan, draga í sig tvo, djúpt.
Þá geta ómar og Gísli dansað charleston maður á mann.
Vörnin, horfið bara á færsluna og ekki…— Halldór Halldórsson (@doridna) January 18, 2024
Þetta hornadæmi er orðið pínlegt. Það þarf að skrá tæknifeil á þann sem gefur í hornið!!#handbolti #emruv
— Gaui Árna (@gauiarna) January 18, 2024
Verðum nú að gefa Alfreð og Þjóðverjunum að það var snjallt að taka fjarlægja mjöðmina úr þessum markmanni #emruv
— Árni Helgason (@arnih) January 18, 2024