fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Dæmd í fangelsi fyrir morð á skólastúlku 1996 – Lögreglan vatt ofan af fjarvistarsönnunum þeirra

Pressan
Föstudaginn 19. janúar 2024 22:30

Caroline Glachan. Mynd:Skoska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. ágúst 1996 fannst lík hinnar 14 ára Caroline Glachan í ánni Leven í West Dunbartonshire á Bretlandi. Í 23 ár gengu morðingjar hennar lausir en 2019 tókst skosku lögreglunni að leysa málið og handtaka þá. Morðingjarnir voru á unglingsaldri þegar þeir frömdu ódæðið.

Robert O‘Brien, sem er nú 45 ára, og Andrew Kelly, sem er nú 44 ára, voru í kjölfar handtökunnar ákærðir fyrir að hafa myrt Caroline og logið til um hvar þeir voru kvöldið sem hún var myrt. Þeir voru nýlega sakfelldir fyrir morðið af hæstarétti í Glasgow. Þeir voru báðir dæmdir í ævilangt fangelsi. O‘Brien getur í fyrsta lagi sótt um reynslulausn eftir 22 ár og Kelly eftir 18 ár.

Donna Marie Brand, sem er nú 44 ára, var einnig sakfelld fyrir morðið en dómur verður kveðinn upp yfir henni í mars því hún gat ekki verið viðstödd réttarhöldin vegna ástands hennar.

Sky News segir að við dómsuppkvaðninguna hafi dómarinn sagt að að erfitt væri að finna orð til að lýsa því hversu mikið níðingsverk þremenningarnir unnu en það sem hafi komið upp í hugann sé hrottalegt, hryllilegt og klikkað.

Lögreglan tók málið til rannsóknar á nýjan leik 2019 og yfirheyrði þá rúmlega 200 manns sem höfðu ekki verið yfirheyrð áður. Á grundvelli framburðar þeirra var fjarvistarsönnun þremenningana hrakin.

Fyrir dómi kom fram að Caroline hafi hitt kærasta sinn, O‘Brien, og Kelly og Brand á brú nærri ánni, þar sem lík hennar fannst. Þremenningarnir veittust að henni með öskrum og kýldu hana að sögn ítrekað og spörkuðu í höfuð hennar og líkama. Þau köstuðu einnig múrsteinum, eða einhverju álíka, í hana og hlaut hún alvarlega áverka á höfði og líkama.

Réttarmeinafræðingur sagði að Caroline hafi verið á lífi þegar henni var kastað í ána og hafi drukknun verið dánarorsök hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin