fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ótrúlegt njósnamál í hjarta ESB varpar ljósi á hvernig Kínverjar reyna að kljúfa Vesturlönd

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 04:30

Frank Creyelman. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðalmarkmið okkar er að kljúfa samband Bandaríkjanna og Evrópu.“ Þetta stóð í sms-skilaboðum sem voru send klukkan 13.38 þann 25. október 2022. Þetta tengist máli sem hefur hrist vel upp í embættismönnum og ráðamönnum í Brussel og víðar og veitir nýja innsýn í starfshætti kínverskra leyniþjónustustofnana og hvernig þær reyna að valda ósætti og klofningi í Evrópu og styrkja hagsmuni Kínverja.

Tveimur mínútum eftir að skilaboðin voru send fylgdu önnur í kjölfarið: „Allt sem getur valdið Bandaríkjunum áhyggjum eða verið vandræðalegt fyrir þau er vel þegið.“

Sendandi skilaboðanna var Daniel Woo, sem er kínverskur leyniþjónustumaður, og móttakandinn var Frank Creyelman, belgískur stjórnmálamaður úr röðum hægri manna. Hann hefur meðal annars setið á belgíska þinginu fyrir flokkinn Vlaams Belang sem er lengst til hægri á hinum pólitíska litrófi stjórnmálanna.

Í rúm þrjú ár var hann á mála hjá kínverskri leyniþjónustu og fékk greitt fyrir. Þetta kom fram í umfjöllun Der Spiegel, Financial Times og Le Monde í desember.

Í kjölfar afhjúpana blaðanna var Creyelman rekinn úr flokknum og fyrir nokkrum dögum hóf belgíska lögreglan rannsókn á málum honum tengdum. Hann er meðal annars grunaður um spillingu.

Fjölmiðlarnir komust yfir mörg hundruð sms sem fóru á milli Creyelman og Woo sem er sagður starfa fyrir leyniþjónustu Ríkisöryggisráðuneytis Kína.

Svo virðist sem Woo hafi ráðið Creyelman til starfa til að hafa áhrif á umræður  og gagnrýni í Evrópu hvað varðar málefni á borð við lýðræðishreyfinguna í Hong Kong og samband Kína og Taívan auk kúgunar á minnihlutahópi múslima í Xinjiang-héraði.

Creyelman reyndi margoft að vinna gegn ályktunum sem beindust gegn Kína og eitt af verkefnum hans var að eyðileggja traust í garð Adrian Zenz, sem er þýskur vísindamaður sem hefur gagnrýnt hvernig kínversk yfirvöld fara með fyrrgreinda múslima í Xinjiang og brot á mannréttindum.

Woo lét Creyelman einnig í té drög að ræðum varðandi COVID-19 og voru þær mjög hliðhollar Kínverjum.

Verkefni send í smáskilaboðum

Það sem hefur vakið mesta athygli í Brussel og hjá evrópskum stjórnmálamönnum eru smáskilaboðin um að „kljúfa samband Bandaríkjanna og Evrópu“. Þessi skilaboð sendi Woo til Creyelman skömmu áður en Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsóttu Kína í árslok 2022.

Woo bað Creyelman um að sannfæra tvo hægrisinnaða þingmenn á Evrópuþinginu um að lýsa því opinberlega yfir að Bandaríkin og Bretland græfu undan evrópsku orkuöryggi. „Aðalhugmyndin er að ráðast á evrópska leiðtoga og veikja Bandaríkin,“ stóð í einum skilaboðunum frá Woo að sögn Jótlandspóstsins.

Í öðrum skilaboðum kom fram að Woo greiddi Creyelman fyrir „verkefnin“ með rafmynt.

Creyelman er einnig þekktur fyrir, og umdeildur, fyrir að styðja hernað Rússa í Úkraínu. Hann sat á belgíska þinginu frá 1999 til 2007. Hann situr nú í bæjarstjórninni í Mechelen og er sagður vera stjórnmálamaður með gríðarlega stórt tengslanet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks