Það gætu orðið rosalegar breytingar á varnarlínu Manchester United í kjölfar þess að Sir Jim Ratclife og félag hans INEOS taka til starfa.
Ratcliffe er að eignast 25% hlut í United og mun hann taka yfir fótboltahlið félagsins. ESPN segir að það verði tekið hressilega til í öftustu línu.
Það er talað um að Raphael Varane yfirgefi United á frjálsi sölu þegar samningur hans rennur út í sumar. Þá er samningur Jonny Evans einnig að renna út.
Loks er sagt frá því að Victor Lindelöf og Harry Maguire fái að fara ef góð tilboð berast.
Á hinn bóginn er hellingur af varnarmönnum á blaði sem Ratcliffe vill fá inn. Jarrad Brathwaite hjá Everton, Matthijs de Ligt hjá Bayern Munchen og Jean-Clear Todibo hjá Nice eru miðverðir sem eru á blaði og þá er Sacha Boey, bakvörður Galatasaray, það einnig.