Jordan Henderson er formlega genginn til liðs við Ajax í Hollandi. Hann skrifar undir til 2026.
Enski miðjumaðurinn kemur til félagsins eftir að hafa fengið samningi sínum við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq rift.
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq í sumar eftir tólf ár hjá Liverpool og samdi um himinhá laun í Sádí.
Kappanum leið hins vegar ekki vel í landinu og vildi strax aftur til Evrópu. Nú fær hann ósk sína uppfyllta.
Það er allt klappað og klárt. Læknisskoðun er lokið og hefur Henderson verið kynntur til leiks í Amsterdam.
Jordan, welcome to Ajax ❌❌❌ pic.twitter.com/nAZhQACt5E
— AFC Ajax (@AFCAjax) January 18, 2024