fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Edda segist vera beygð en ekki brotin

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands til að afplána 20 mánaða dóm sem hún hlaut fyrir að nema á brott þrjá syni sín og fljúga með þeim í einkaflugvél til Íslands, en faðir þeirra í Noregi fer með forræði þeirra.

Edda hefur verið í gæsluvarðhaldi í Noregi frá því í nóvember. Hún segir í yfirlýsingu, sem hún birti á Facebook-síðu sinni og stílar á núverandi eiginmann sinn, Udo Luckas, að hún sé beygð en ekki brotin:

„Ég er þeirri gæfu gædd að eiga ótrúlegan mann, fjölskyldu og vini, fólk sem hefur staðið hvert höggið a eftir öðru en ekki brotnað.

Ég á líka vini sem ég hef sjaldan og suma aldrei hitt, sem senda styrk og baráttukveðjur í gegnum allt.  Vin sem ég hef einu sinni hitt, margoft talað við en sá sendir mér magnaðar gjafir í fangelsið og hafa lyft mér upp á vondum tímum.

Ótrúlegt er þetta fólk og þið öll sem standið mér og okkur að baki.

Það er margt sem á eftir að ræða en ég vil fyrst byrja á þakklæti, þakklæti til ykkar allra sem hafið sýnt okkur þennan stuðning. Það er svo ómetanlegt.

Elsku hjartans drengirnir mínir litlu, okkar baráttu líkur ekki fyrr en rödd ykkar fær að heyrast og óskir ykkar virtar. Rödd barna sem reynt er að þagga niður með valdi og ofbeldi.

Áfram gakk enn og aftur, beygð en langt frá því að vera brotin!

En allta fyrst er að knúsa allt fólkið mitt heima og fjórfætlingana.“

Synirnir þrír dveljast nú hjá föður sínum í Noregi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks