fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Jógvan að drukkna í vinabeiðnum frá „svakalega flottum dömum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. janúar 2024 09:30

Jógvan Hansen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færeyska sjarmatröllið og söngvarinn Jógvan Hansen segir farir sínar ekki sléttar. 

„Hvaða hrun af “ fake-profile “ requests er í gangi á Facebook ? Ég er búinn að fá 20 vinabeiðni í dag frá svakalega flottum dömum sem eiga enga vini,“ spurði Jógvan í færslu á Facebook í gær.

Vinir og vinkonur Jógvans tjá sig í athugasemdum og segjast bæði konur og karlar vera í sama vanda. Svindlararnir virðast þó frekar herka á karlmenn og eru blaðamenn DV af karlkyni þar ekki undanskildir!

Svo virðist sem svindlararnir séu sífellt að þróast og nöfn þeirra eru kjarnyrt íslensk nöfn. Rétt er að hafa allan varann á áður en maður samþykkir einhvern sem maður þekkir ekki til utan Facebook, prófílar með einni mynd og engum vinum ættu til dæmis að hringja minnst einni viðvörunarbjöllu.

Beittur fjárkúgun síðasta sumar

Síðusta sumar lenti Jógvan einnig í vanda á Facebook og Instagram þegar hakkarar tóku yfir síðurnar og beitti söngvarann fjárkúgun. Jógvan sagði það ekki koma til greina og stofnaði nýja síðu á Instagram.

Sjá einnig: Jógvan beittur fjárkúgun – „Á meðan þessu stóð hringdu þeir stanslaust í mig og áreittu“

Mikilvægt er að hafa varann á þegar kemur að skilaboðum og samskiptum í gegnum netið hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst. Mikilvægt er að ýta EKKI á hlekki eða setja inn greiðsluupplýsingar án þess að vera búinn að ganga úr skugga að tengiliðurinn sem er að senda á ykkur sé frá sjálfu fyrirtækinu. Ef einhver vafi er á því er um að gera að hafa beint samband við fyrirtækið sem á við og spyrjast fyrir.

Góðar leiðbeiningar um hvernig má varast netsvik er að finna í bæklingi sem Neytendasamtökin gáfu út, hann má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“