Japaninn Ko Ikatura er á óskalista Tottenham. Sky í Þýskalandi segir frá þessu.
Ikatura er á mála hjá Borussia Mönchengladbach. Hann er að upplagi miðvörður en getur einnig spilað uppi á miðjunni.
Hinn 26 ára gamli Ikatura gekk í raðir Gladbach fyrir síðustu leiktíð en í sumar verður hægt að virkja klásúlu í hans samningi sem er aðeins á bilinu 10-15 milljónir evra.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, er mikill aðdáandi Japanans og vill fá hann í sínar raðir. Hann getur fengið hann á ansi góðu verði eftir nokkra mánuði ef Tottenham bíður.
Gladbach er þó að vinna í að endursemja við Ikatura.