Los Angeles FC, FC Cincinnati og Dallas hafa öll áhuga á því að sækja framherjann Divock Origi nú í janúar.
Origi er á láni hjá Nottingham Forest frá AC Milan til enda tímabilsins og getur Nottingham keypt hannn þá.
Origi er hins vegar ekki í neinum plönum hjá Nottingham eftir að Nuno Espirito Santo tók við þjálfun liðsins.
Hann hefur ekki spilað deildarleik frá því fyrir jól og er Nottingham tilbúið að losa hann.
MLS deildin er alltaf að verað sterkari og sterkari og því gæti það heillað Origi að skella sér þangað.