fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stórtækur ELKO-þjófur hnuplaði fyrir rúma milljón – Glímir við fíknisjúkdóm og bað um hjálp en fékk óskilorðsbundið fangelsi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 13:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður með fíknisjúkdóm var dæmdur í 7 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Eins þarf hann að bæta brotaþolum, þeim verslunum sem hann hnuplaði frá, tjón sitt að fullu. 

Ákæruliðirnir voru fjölmargir og varða margir töluverðar fjárhæðir. Einkum beindust brotin að raftækjaversluninni ELKO, og útibúum hennar í Skeifunni og Skógarlind, með eftirfarandi hætti:

  • 22. júní 2022 – stal vöru að verðmæti 39.990 kr.
  • 26. júlí 2022 – stal vöru að verðmæti 264.994 kr.
  • 23. september 2022 – stal vöru að verðmæti 49.995 kr.
  • 27. júní 2023 – stal vöru að verðmæti 199.995 kr.
  • 28. júní 2023 – stal vörum að verðmæti samtals 199.995 kr.

Elko var ekki eini þolandi þjófnaðarhrinu ákærða heldur stal hann ítrekað úr Krónunni og Hagkaup fyrir fleiri tugi þúsunda, stal vörum að andvirði 42 þúsund kr. úr IKEA, stal yfirhöfn úr North Face að andvirði 69.990 og vöru að andvirði 529.990 kr. úr tölvubúðinni Epli í Smáralind.

Maðurinn var samhliða ákærður fyrir ítrekuð umferðarlagabrot eftir að lögregla stóð hann í fjórgang að því að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ljóst er að fíknisjúkdómur hafði með brot ákærða að gera og tók dómari í málinu tillit til þess. Ákærði játaði sök greiðlega og lýsti yfir eftirsjá og iðrun. Honum langi ekkert frekar en að komast í bata frá sjúkdómi sínum, en til þess þyrfti hann hjálp. Dómari taldi þetta honum til málsbóta þó að á móti þyrfti eins að horfa til þess að ákærði hafði áður verið fundinn sekur um akstur undir áhrifum og gerst sekur um ítrekuð þjófnaðarbrot. Samkvæmt dómvenju væri því ekki tilefni að skilorðsbinda refsinguna sem var ákveðin fangelsi í 7 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar