Paris Saint-Germain hefur skellt stóru seðlunum á borðið og eru tilbúnir að borga Kylian Mbappe 100 milljónir evra í laun á ári.
Samningur Mbappe rennur út næsta sumar en hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid.
Mbappe lét vita síðasta sumar að hann ætlaði að fara frá PSG en það eru breyttir tímar.
Nú er talið líklegt að Mbappe verði áfram hjá PSG og verði þar með launahæsti íþróttamaður í heimi.
Þannig myndi Mbappe þéna 314 milljónir króna á viku eða rúma 1,2 milljarð í hverjum einasta mánuði.
Mbappe er einn besti knattspyrnumaður í heimi en Real Madrid er sagt vera búið að gefast upp og horfi nú frekar til Erling Haaland hjá Manchester City.