fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Rangur maður í vitlausu landi eða hrotti á flótta undan nauðgunarákæru? – Stórfurðulegt mál Nicholas Rossi sem „dó“ ekki ráðalaus

Pressan
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann Nicholas Rossi ætlaði sér ekki að vera dreginn fyrir dóm til að svara fyrir meinta nauðgun sem átti sér stað árið 2008.

Hann ákvað því að láta sig hverfa. Til að tryggja að enginn veitti honum eftirför ákvað hann að sviðsetja dauða sinn og gekk svo langt að skipuleggja sína eigin minningarathöfn. Svo flúði hann til Bretlands og taldi sig lausan allra mála.

Það var honum því nokkuð áfall þegar hann var loks handtekinn í Skotlandi. Þarna voru góð ráð dýr. Mögulega hefur Nicholas hugsað sem svo að lygarnar hafi haldið yfir honum verndarvæng áður, svo af hverju ekki að láta reyna á það að nýju.

Ekki bandarískur nauðgari heldur munarlaus Íri

Hann afréð þá að harðneita því að vera framseldur til Bandaríkjanna til að svara fyrir meint brot sitt. Lögreglan væri eitthvað að ruglast, hann væri ekkert þessi Nicholas heldur Arthur Knight Brown og hér væru menn að fara mannavillt.

Til að selja lygina gætti hann þess að tala með mjög ýktum breskum hreim og jafnvel þó hann hafi á endanum verið framseldur til Bandaríkjanna héld hann áfram að reyna fyrir dómi í Utah á þriðjudaginn.

Það hjálpaði honum þó ekki að vera með sömu fingraför og húðflúr og hinn eftirlýsti Nicholas, og nauðalíkur honum í útliti svona í ofanálag.

Áfram reyndi hann þó. Hann hafi veikst af Covid og endað á sjúkrahúsi og ljóst að einhver þar hafi grætt fingraför hins eftirlýsta manns á hann til að koma á hann sök. Og hvílík hneisa! Hann væri Arthur! Munaðarlaus Íri sem hafi aldrei stigið fæti áður til Bandaríkjanna.

Kom á daginn að Arthur væri ekki eina dulnefnið sem Nicholas hafði tekið upp á flóttanum. Hann hafði breytt nafni sínu minnst fjórum sinnum og skáldað ótrúlegustu sögur um sjálfan sig. Meðal annars hafi hann sviðsett, eins og áður segir, andlát sitt.

Getur ekki farið í fangelsi ef hann hann er dauður

Hann hafi stigið fram í fjölmiðlum og „opnað sig“ um banvænt krabbamein sem myndi draga hann til dauða innan fárra vikna. Til að fylgja þessu eftir skrifaði hann minningargrein um sjálfan sig þar sem kom fram að hann hafi látið lífið þann 29. febrúar árið 2020. Svo til að setja punktinn yfir-i þá hélt hann minningarathöfn svo það færi ekki á milli mála að Nicholas væri allur.

Nicholas mætti í dómsal sem bæði sakborningur og eigin verjandi. Slíkt gerist, en það er ekki á hverjum degi sem sakborningur/verjandi notar vörnina að hann sé ekki bara saklaus heldur rangur maður.

Meint nauðgun átti sér stað árið 2008 en það var ekki fyrr en 10 árum síðar sem Nicholas varð sakborningur í málinu. Þolandi var 21 árs þegar brotið átti sér stað. Hún hafði leitað á neyðarmóttöku þar sem tekin voru sýni og 10 árum seinna varð sýnið tengt við erfðaefni Nicholas í kerfum lögreglu.

Hann er eins talinn bera ábyrgð á annarri nauðgun sem átti sér stað síðar sama ári, en þar fyrir utan hefur fjöldi kvenna kært hann fyrir heimilisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli