Jose Mourinho fyrrum stjóri Roma vill hoppa beint aftur á hestinn og hefur umboðsmaður hans haft samband við Barcelona. Spænskir miðlar segja frá þessu.
Barcelona skoðar það að reka Xavi úr starfi og hefur Jorge Mendes haft samband við Barcelona.
Mourinho var rekinn frá Roma í vikunni en hann var þar á sínu þriðju tímabili þegar sparkið kom.
Mourinho er 60 ára gamall en hann var á upphafsárum sínum í þjálfun aðstoðarþjálfari Barcelona þegar Sir Bobby Robson var þjálfari liðsins.
Mourinho átti góða tíma með Real Madrid en óvíst er hvor stuðningsmenn Barcelona vilji sjá hann hjá félaginu.
Mourinho hefur átt magnaðan feril sem þjálfari en hefur þrátt fyrir það verið ítrekað rekinn.