Harry Kane heldur áfram að slá hvert metið á fætur öðrum í Þýskalandi og nú er komið að seldum treyjum í sögu félagsins.
Bayern hefur mokað út treyjum með nafni Kane og segir Kicker í Þýskalandi að Kane æði sé í Bæjaralandi.
Kane var keyptur frá Tottenham síðasta sumar og seldi félagið 20 þúsund treyjur með nafni hans fyrstu helgina eftir að Kane kom.
Félagið hefur nú í heildina selt 100 þúsund treyjur með nafni Kane en hver treyja kostar 100 pund, því hefur félagið fengið 10 milljónir punda fyrir treyjurnar.
Félagið segir að það búist við að selja aðrar 100 þúsund treyjur með nafni Kane áður en tímabilið er á enda.
Kane hefur raðað inn mörkum fyrir Bayern og reynst afar góð fjárfesting þrátt fyrir að Bayern hafi borgað 100 milljónir punda fyrir hann.