fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Tæp hálf öld á milli aðstoðardómara á Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leik á Kjarnafæðismótinu nú á dögunum var heldur betur áhugavert dómarateymi að störfum. Aðalsteinn Tryggvason var aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar voru þau Stefán Aðalsteinsson og Leyla Ósk Jónsdóttir.

Það sem gerir þetta dómarateymi áhugavert er að tæp hálf öld er á milli aðstoðardómaranna. Leyla Ósk er nýorðin 14 ára og var hún að dæma sinn þriðja leik í Kjarnafæðismótinu og á hún svo sannarlega framtíðina fyrir sér í dómsgæslu. Stefán verður 63 ára á árinu og er hann hvergi nærri hættur að dæma. Stefán hefur dæmt frá 17 ára aldri eða í 47 ár og telur hann leikina sína komna yfir 1500 talsins.

Þegar Leyla fæddist, árið 2009, var Stefán búinn að dæma í 31 ár. Hjá bæði Leylu og Stefáni er dómgæsla í fjölskyldunni því Páll, sonur Stefáns, er einnig dómari og faðir Leylu, Zakír Jón Gasanov, er einnig dómari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Antonio gæti fengið nýjan samning

Antonio gæti fengið nýjan samning
433Sport
Í gær

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Í gær

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt