Þetta hafa vísindamenn uppgötvað að sögn The Guardian sem segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að mörgæsirnar sofa um 11 klukkustundir á sólarhring en nái aldrei djúpum svefni. Þær sofa í um 4 sekúndur í einu og sofna um 10.000 sinnum á sólarhring.
Það er góð og gild ástæða fyrir þessum létta svefni þeirra. Þetta gerir þeim kleift að fylgjast stöðugt með hreiðrum sínum og gæta þess að rándýr nái ekki eggjunum þeirra.
Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á svefni mörgæsa. Á níunda áratugnum skýrðu vísindamenn frá því að þær sofi í stuttum lottum. Nýja rannsóknin sýnir að ekki er um lotur að ræða, heldur mjög brotakenndan svefn sem aldrei verður djúpur.