fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

„Þetta er stærsta áskorunin“ segir hershöfðingi um stríð framtíðarinnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. janúar 2024 18:00

Rússnesk herflugvél sem var skotin niður í upphafi stríðsins í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar talað er um stríð þessa dagana leitar hugur flestra væntanlega til Úkraínu eða Gaza. En hvernig mun stríð framtíðarinnar verða?

Stríð framtíðarinnar er svolítið sem sérstök deild hjá NATO vinnur alla daga við að undirbúa og eitt er það sem er gríðarlega mikilvægt að hafa í huga í tengslum við stríð framtíðarinnar. Það er hættan á að verða „blindur“.

Þetta sagði þýski hershöfðinginn Chris Badia, sem er yfirmaður Allied Command Transformation (ACT) sem er sú deild NATO sem vinnur með hugsanlegar sviðsmyndir stríða í framtíðinni, í samtali við VG.

Hlutverk ACT er að tryggja að NATO sé undir stríð framtíðarinnar búið og raunar alltaf einu skrefi á undan. Þetta á bæði við um næstu kynslóð orustuþota, næstu kynslóð kafbáta og næstu kynslóð hernaðartækni.

Badia sagði að eitt atriði standi upp úr sem það stærsta. „Stærsta áskorunin er að óvinurinn mun alltaf reyna að gera þig blindan. Að þú getir ekki lengur séð, talað eða heyrt. Ef óvinurinn gerir þig blindan, þá tapar þú. Það má ekki gerast. Þess vegna er það allra mikilvægasta að vernda gervihnettina í geimnum. Öll fjarskipti og leiðsaga eiga sér stað þar,“ sagði hann.

Önnur áskorun er dreifing rangra upplýsinga. „Hvað er satt, hvað er rétt, hvað er rangt? Þess vegna er eitt af forgangsverkefnunum að tryggja að fjarskiptaleiðirnar haldist opnar,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort óvinurinn verði sífellt snjallari og einu skrefi á undan, sagði hann:

„Ég myndi ekki segja að þeir séu skrefi á undan. Við neyðumst til að vera alltaf skrefi á undan. En óvinir okkar eru samviskulausir, leiðtogalausir og skortir siðferði. Það gerir þetta að stærri áskorun. En netheimurinn og geimurinn eru annað vandamál því þar eru engir skýrir samningar eða reglur,“ sagði hann og vísaði þar meðal annars til gervihnatta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum
Fréttir
Í gær

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð