fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hæglátt skordýr kom í veg fyrir að stór rafbílaáfangi næðist

Pressan
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 22:00

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralar misstu af stórum rafbílaáfanga vegna lítilláts skordýrs. Því hafði verið spáð að rúmlega 100.000 rafbílar myndu seljast í landinu á síðasta ári og ef það hefði gengið eftir hefði það verið í fyrsta sinn sem fjöldi seldra rafbíla á einum ári færi yfir 100.000.

En þegar mörg þúsund bílkaupendur biðu spenntir eftir bílum sínum í aðdraganda jólanna var skipinu, sem flutti þá, snúið við þegar það var statt undan strönd Brisbane og sent aftur til Kína.

En af hverju var skipinu snúið við? Jú, það var vegna skordýrs sem heitir „yellow-spotted stink bug“ á ensku.

Skipið, sem heitir Glovis Caravel, kom að strönd Brisbane seint í október. Það getur flutt 6.500 ökutæki. Um borð voru meðal annars bílar frá Tesla og Kia hefur staðfest að um 1.000 bílar frá fyrirtækinu hafi verið um borð.

En áður en skipið lagðist að bryggju kom í ljós að nokkur skordýr af fyrrgreindri tegund leyndust í því. Áströlsk yfirvöld vildu því ekki leyfa skipinu að leggjast að bryggju því þessi skordýrategund er mikil ógn við plöntulíf í landinu og gæti valdið miklu tjóni á landbúnaðarafurðum, ávöxtum og fleiru. The Guardian skýrir frá þessu.

Skipinu var siglt til Shanghai í Kína þar sem bílarnir voru teknir úr því.

Þetta hafði töluverð áhrif á sölu Tesla í Ástralíu sem seldi 1.351 bíla í desember en í nóvember seldust 3.157.

Í heildina seldust 87.217 rafbílar í landinu á síðasta ári, rúmlega tvöfalt fleiri en árið áður, og segja rafbílasamtökin að málið hafi haft áhrif á allan ástralska markaðinn. Rúmlega 100.000 bílar hefðu selst ef skipinu hefði ekki verið snúið við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“