Yfirmaður úkraínska heraflans skýrði frá þessu í færslu á Telegram þar sem hann þakkaði úkraínska flughernum fyrir framúrskarandi skipulagða áætlun og vel útfærða aðgerð.
Berievvélarnar eru einar dýrustu og mikilvægustu flugvélar Rússa. Þær eru notaðar til að vakta hreyfingar óvinarins og til að stýra aðgerðum rússneska hersins.
Rússar eru taldar eiga, eða hafa átt, níu slíkar vélar. Hver og ein kostar sem svarar til um 40 milljörðum íslenskra króna.
Vélarnar geta fylgst með mörg hundruð ferkílómetra stórum svæðum og ferðum flugvéla, skipa og flugskeyta á þessum svæðum.
Rússneskir herbloggarar segja að það sé þungt högg fyrir rússneska herinn að hafa misst eina af þessum vélum. Bloggarinn Rybar, sem er með um 1,1 milljón fylgjenda á Telegram, skrifaði að ekki séu margir hæfir áhafnarmeðlimir til í slíkar vélar og ef þær verði fyrir skoti, þá geti áhöfnin ekki bjargað sér.