fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Föst í martröð nauðgana – Sakaður um tólf brot gegn sambýliskonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 10:00

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. janúar verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem sakaður er um tólf kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þinghald er lokað.

Nöfn, tímasetningar og staðsetningar eru hreinsaðar út úr þeirri útgáfu ákæru héraðssaksóknara sem DV hefur undir höndum. En samkvæmt ákæru voru flest brotin framin á sameiginlegu heimili fólksins. Ákæra lýsir margendurteknum nauðgunum, einkum í endaþarm.

Tíu ákæruliðir varða nauðganir en í 11. ákærulið er ákært vegna brots gegn kynferðislegri friðhelgi, en maðurinn er sagður hafa birt nektarmynd af konunni í tveimur hópnum á vefsíðu, án samþykkis konunnar.

Tólfti ákæruliður varðar andlegt ofbeldi, en þar segir:

„Á framangreindu tímabili, sem tiltekið er í töluliðum 1-11, beitti ákærði A jafnframt ítrekað andlegu ofbeldi og ógnaði þannig heilsu hennar og velferð, með því að hafa með niðurlægjandi og meiðandi hætti ítrekað talað niður til hennar, […], og einnig með því að senda henni myndir af öðrum konum með niðurlægjandi skilaboðum og gefa í skyn að þær séu á einhvern hátt betri en hún.“

Í ákærulið fjögur kemur fram að það blæddi úr kynfærum konunnar í nokkra daga eftir nauðgunina, en konan hafði nýlega fætt barn.

Samkvæmt lagagreinum sem vísað er til í ákæru geta ætluð brot mannsins varðað fangelsi allt að 16 árum.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“