Samkvæmt fréttum á Spáni hafa forráðamenn Real Madrid fengið nóg af því að eltast við Kylian Mbappe og setja nú öll eggin í þá körfu að landa Erling Haaland.
Samkvæmt sömu fréttum ætlar félagið að fara sömu leið og tryggði þeim Jude Bellingham síðasta sumar.
Þannig segir í fréttum að félagið sé byrjað að ræða þessa hluti, ætlar félagið að herja á fjölskyldu Haaland og hans fólk.
Þetta virkaði með Bellingham sem var ekki lengi að semja við félagið eftir að Real Madrid hafði um langt skeið verið í sambandi við fjölskylduna og klappað þeim vel og innilega.
Cadena Sar á Spáni segir að Real Madrid sé byrjað að ræða við þá sem standa Haaland næst og vill félagið kaupa hann frá Manchestr City.
Óvíst er hvort enska félagið sé slíkt í slíkar viðræður um einn besta framherja í heimi.