fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Moldríkir menn sagðir ausa peningum í reksturinn í Vesturbænum – „Þessi maður, hann þarf enga vini til þess að kaupa eitt fótboltalið“

433
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framganga KR á leikmannamarkaðnum undanfarna daga hefur vakið mikla athygli en svo virðist sem félagið hafi mikla fjármuni í rekstri sínum, eitthvað sem hefur ekki verið síðustu ár.

Ítrekaðar sögur um að KR hafi verið í vandræðum með að standa við greiðslur undanfarin ár virðast úr sögunni. Kjaftasögur eru í gangi um að fjársterkir aðilar hafi sett mikið af peningum inn í reksturinn fyrir þetta tímabilið.

Það hefur skilað sér í því að KR hefur samið við Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson sem báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Voru fjöldi liða hér heima sem vildi fá þá en KR hafði betur.

Fjallað var um málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag og rætt um þá aðila sem eru að setja peninga í félagið. „Gullkistan er búin að opnast aftur. Þetta er mikill maður sem á mikið af peningum og góða vini, góðan vin sérstaklega. Sá vinur á líka mjög góða vini út í heimi,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans.

Mennirnir sem Tómas ræddi um voru ekki nefndir á nafn í þættinum en Tómas segir að þar séu til nóg af peningum.

„Þessi maður, hann þarf enga vini til þess að kaupa eitt fótboltalið. En ef þeir eru klárir, guð hjálpi öllum hinum. Á sama tíma eru Valsmenn farnir að stíga bremsuna enda með vel mannað lið og gott þjálfarateymi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina