Ömurlegur árangur Manchester United í Meistaradeild Evrópu gæti endað á að kosta félagið um 45 milljónir punda. Liðið er úr leik í Evrópu eftir hörmungar í deild þeirra bestu.
United kynnti í dag hvernig rekstur félagsins var á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.
25,8 milljóna punda tap var á rekstri félagsins en launagreiðslur félagsins hafa rokið upp um 90 milljónir punda á milli tímabila vegna þátttöku í Meistaradeildinni.
Félagið telur að tekjur félagsins á þessu tímabili verði frá 635 milljónum punda upp í 665 milljónir en áður var gert ráð fyrir 680 milljónum punda í tekjur.
Tekjur félagsins voru upp um 9 prósent miðað við sama tíma á síðasta tímabili en skuldir félagsins eru í kringum 550 milljónir punda en þær eru frá Glazer fjölskyldunni.
Sir Jim Ratcliffe var að kaupa 25 prósenta hlut í félaginu á 1,3 milljarð punda sem fer í vasa Glazer fjölskyldunnar.