Armando Broja gæti yfirgefið Chelsea í þessum mánuði samkvæmt enskum miðlum.
Þessi 22 ára gamli framherji hefur ekki fundið sig á leiktíðinni og er Chelsea til í að losa sig við hann fyrir rétt verð.
The Athletic segir frá því að Fulham, West Ham og Wolves hafi áhuga en öll leita þú nú að styrkingu í sóknarlínuna.
The Guardian nefnir að Broja gæti einnig farið á láni.
Framtíð Broja veltur þá ekki á því hvort nýr framherji gangi í raðir Chelsea en Christopher Nkunku er að snúa aftur úr meiðslum.
🚨 Chelsea willing to let Armando Broja leave on permanent if suitable offer received. Interest from multiple clubs including Fulham, West Ham & Wolves. Not contingent on #CFC signing replacement + Nkunku expected back soon @TheAthleticFC #FFC #WHUFC #WWFC https://t.co/G7hBId85br
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 17, 2024