Thiago Alcantara hefur mikið verið frá vegna meiðsla frá komu sinni til Liverpool árið 2020.
Spánverjinn kom frá Bayern á 25 milljónir punda og þrátt fyrir að hafa átt sínar rispur inn á milli hefur ferill hans á Anfield einkennst af meiðlum.
Thiago hefur nú ekki spilað síðan í leik Liverpool gegn West Ham í apríl í fyrra, á síðustu leiktíð.
Thiago þénar þó vel hjá Liverpool en hann er með 200 þúsund pund í vikulaun.
Þetta þýðir að hann hefur þénað um 7,2 milljónir punda frá því hann spilaði fótbolta síðast.
Thiago fer að öllum líkindum frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar en nú síðast var hann orðaður við sádiarabíska félagði Al-Ettifaq.