fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Þetta hafði Jón Gnarr að segja um kynni sín af Degi

Eyjan
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tímamót eru að eiga sér stað í borginni að Dagur B. Eggertsson lætur að störfum sem borgarstjóri og Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson tekur við taumunum. Dagur hefur verið borgarstjóri síðan Jón Gnarr lét af embættinu árið 2014, en áður hafði Dagur reyndar fengið smjörþefinn af starfinu þegar hann gegndi því í 100 daga frá október 2007 fram til janúar 2008.

Jón Gnarr hefur í tilefni tímamótanna birt kveðju til eftirmanns síns, sem vann jafnframt náið með Jóni í borgarstjóratíð hans.

„Við Dagur þekktumst lítið fyrir 2010, höfðum aldrei hist en vissum auðvitað hvor af öðrum. Örlögin höguðu því þannig að flokkur minn Besti flokkurinn hlaut flest atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum það ár og féll þá í minn hlut að verað borgarstjóri í Reykjavík.

Ég var svo sem ekki með mikla flokkspólitíska prefransa en það var sameiginleg niðurstaða okkar í Besta flokknum, sem átti meira sameiginlegt með 12 spora samtökum en eiginlegum stjórnmálaflokki, að við ættum líklega meiri samleið með Samfylkingunni en öðrum flokkum í borgarstjórn.“

Vandaður, gáfaður og góður

Þannig hafi bæði samstarf þeirra Dags og vinátta hafist. Jón líkaði strax við Dag sem var honum „ómetanlegur vinur og stuðningur fyrstu mánuðina“. Samstarf sem er náið eins og þeirra var reynir að mati Jóns á skapgerð, tilfinningar og hugsanir. Þeirra biðu erfið verkefni sem rekja mátti til efnahagshrunsins, en í gegnum allt hafi aldrei kastast í kekki þeirra á milli og allur ágreiningur leystur af virðingu og trausti.

„Dagur finnst mér einstaklega vandaður, gáfaður og góður maður. Hann hefur sterkar réttlætiskennd og er, að ég held, með öllu falslaus. Hann er einstaklega skapgóður svo að það er næstum því ómögulegt að ergja hann að nokkru ráði. Hann er ekki langrækinn og hallmælir hvorki né baktalar fólk. hann er alveg einstaklega vel saman settur náungi og ég held að það sé líka ein meginástæða þess hvað pólitískum andstæðingum hans stendur mikill stuggur af honum. Þau vita líka hvað hann er úthaldssamur, nákvæmur, duglegur og mætir aldrei (ólíkt undirrituðum) óundirbúinn í neitt enda yfirburðagreindur, gríðarlega minnugur og rökfastur, talnaglöggur og fylginn sér en aldrei einstrengingslegur heldur umburðarlyndur mannvinur og einstakur diplómat, með eindæmum þolinmóður og æðrulaus. Hann hefur mjög skýra, pólitíska sýn sem grundvallast á gildum og hagmundafræði sósíalisma þess sem kallaður hefur verið jafnaðarmennska á íslensku; hreinræktaður skandinavískur sósíal demókrati.“

Jón segir Íslendinga heppna sem þjóð að eiga fólk eins og dag sem nenni að standa pólitíkinni sem sé ekki alltaf skemmtileg. Þetta geri Dagur af hugsjón og ástríðu.

„Ég er stoltur af því að geta kallað hann minn vin og ríkari að hafa fengið að kynnast honum.

Elsku dagur ég þakka þér fyrir samstarfið og þín óeigingjörnu störf í þágu lýðræðismála í Reykjavík. Gangi þér áfram allt að sólu í hverjum þeim verkefnum sem þú tekst á við. (Fyrirgefðu svo allt oflofið, ég reyndi að halda aftur að mér en það er engu um logið).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?