Enska úrvalsdeildin kærði á mánudag Everton og Nottingham Forest fyrir brot á fjárhagsreglum.
Kæran er vegna brota á reglum um hagnað og sjálfbærni, en Everton hefur þegar verið refsað á þessari leiktíð. Tíu stig voru dregin af liðinu í nóvember.
Nú gæti félagið hlotið refsingu á ný, sem og Nottingham Forest, sem hefur eytt 250 milljónum punda í leikmenn á rúmum átján mánuðum.
Talið er að hið minnsta sex stig gætu verið dregin af liðinum. Hér má sjá hvernig neðri hluti ensku úrvalsdeildarinnar myndi þá líta út.