fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ekkill Suzanne Somers segir undarlega hluti hafa gerst eftir að hún dó – „Ég trúi núna á framhaldslífið“

Fókus
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 10:29

Suzanne Somers og Alan Hamel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkill bandarísku leikkonunnar Suzanne Somers, Alan Hamel, segir að skrýtnir hlutir hafa verið að gerast á heimili þeirra síðan Somers dó.

„Þrennt hefur gerst. Og allt sama daginn, mjög einkennilegt,“ segir Hamel, 87 ára, í samtali við Page Six.

Fyrsta sem gerðist var að kólibrífugl flaug inn í húsið. Hann flaug um eldhúsið, stofuna og borðstofuna og staldraði síðan við mynd af Hamel og Somers. „Hann meira að segja stoppaði þar og lenti á myndinni.“

Hamel tók mynd af fuglinum á myndinni.

Fuglinn stoppaði hjá myndinni.

Eftir það „kviknaði arinninn af sjálfu sér“ og það kviknaði einnig á tónlist eftir „uppáhalds tónskáld Suzanne.“

Það sem er enn furðulegra er að „enginn hefur heyrt um þetta tónskáld.“

Hamel segist nú trúa á framhaldslíf. Þegar hann fer á sofa á kvöldin finnur hann Somers liggjandi við hliðina á sér. Þau voru saman í 55 ár og gift í 46 ár.

Mynd/Getty Images

Suzanne Somers lést á heimili sínu í Palm Springs sunnudagsmorguninn 15. október. Banamein hennar var brjóstakrabbamein sem hún hafði barist hetjulega við í rúmlega 23 ár.

Somers var þekktust fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsþáttunum Three´s Company og Step by Step á níunda og tíunda áratug, en síðasta hlutverk hennar var árið 2017. Hún gaf einnig út sjálfshjálparbækur, tvær ævisögur, ljóðabók og bækur um megrun.

Somers skildi eftir sig eiginmanninn, en þau voru gift í 46 ár, soninn, Bruce Jr., sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Somers, tvö stjúpbörn, Stephen og Leslie Hamel frá fyrra hjónabandi eiginmanns síns, og sex barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“