Fjölmargir voru mættir á fundinn og sátu þrír ráðherrar meðal annars fyrir svörum. Íbúum gafst færi á taka til máls og nýttu nokkrir íbúar sér það, meðal annars Páll Valur sem fékk miklar undirtektir í ræðu sinni.
Hann benti á að það ætti ekki að vefjast fyrir stjórnvöldum að borga Grindvíkinga út úr híbýlum sínum. Gagnrýndi hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sagði það kosta ríkið 115 milljarða króna að borga íbúa út.
„Gerið ykkur grein fyrir því hvað Grindavík hefur skapað mikinn gjaldeyri inn í þetta land? Gerið þið ykkur grein fyrir því,“ spurði Páll Valur. Nefndi hann að Grindavík skapaði sennilega 50 til 60 milljarða gjaldeyristekjur á ári inn í þjóðarbúið og á sama tíma væru stjórnvöld að velta fyrir sér einhverjum 115 milljörðum króna. „Það eru smáaurar í samanburði við það sem Grindavík hefur fært íslensku þjóðarbúi. Það er bara þannig,“ sagði Páll Valur meðal annars.
Hér að neðan má sjá myndband af ræðu Páls sem Grindvíkingurinn Egill Birgisson birti á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.
„Jæja ekki nema 16. Jan og strax hægt að hætta að pæla í hver verður maður ársins 2024,“ segir í einni athugasemd við færslu Egils.
Þegar Pedersen mætti og jarðaði íslensku ríkisstjórnina í beinni útsendingu. pic.twitter.com/MxSzLxHIi5
— Egill „Big Baby“ Birgis (@Storabarnid) January 16, 2024