Miss Bikini Iceland leitar að keppendum. Glamúrfyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun sjá um að þjálfa keppendur en Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Exit Club og B5, er eigandi keppninnar.
Keppnin verður haldin á skemmtistöðum Sverris og segir Ásdís Rán að markmiðið sé að endurvekja stemninguna sem einkenndi fegurðarsamkeppnir hér áður fyrr.
„Markmiðið er að endurvekja gömlu Hawaiian Tropic stemminguna sem var hér árum áður og var mjög vinsæl,“ segir Ásdís Rán.
„Keppendurnir verða stúlkur á 18 ára og eldri, Þær þurfa að vera tilbúnar til að koma fram í bikiní og hafa gaman, það er ekki eitthvað sérstakt aldurstakmark en mér finnst líklegt að þær verði á aldrinum 18-30 ára. Kynning á stúlkunum fer fram vikulega á DV.is ásamt samfélagsmiðlum.“
Miss Bikini Iceland verður krýnd í mars. „Lokakvöldin verða tvö í mars eða í kringum páska og góðir vinningar í boði fyrir þá stúlku sem sigrar ásamt ferð í keppni erlendis. Mikið meiri upplýsingar get ég ekki gefið að svo stöddu en við erum mjög spennt fyrir verkefninu og stelpurnar eiga eftir að fá mjög góða kynningu, reynslu og auðvitað hafa gaman að með skemmtilegum hóp af stelpum,“ segir Ásdís Rán og bætir við:
„Við erum að leita af flottum bikiní módelum og valkyrjum sem hafa gaman að því að koma fram og eru ekki feimnar við athygli.“
Sendu tölvupóst á asdisran@gmail.com til að sækja um.