Donnacha O’Brien, leikmaður írska fótboltaliðsins Rearcross, var heppinn að ekki fór verr á dögunum þegar hann var skotinn í miðjum leik.
Rearcross mætti þá Ballymackey en O’Brien hneig skyndilega niður á miðjum vellinum. Viðstaddir héldu að hann hafi látið sig detta en það kom svo í ljós að eitthvað meira var að.
Það kom svo í ljós að O’Brien hafði verið skotinn. Lögregla telur að um slysaskot frá veiðimanni hafi verið að ræða, en algengt er að dádýr séu veidd á svæðinu.
Hlúið var að O’Brien á vellinum og hann svo fluttur á sjúkrahús. Allt blessaðist að lokum.
„Þegar þú ætlar að skjóta frá miðju en ert þess í dag skotinn á miðjunni,“ skrifaði O’Brien í skondinni færslu eftir atvikið.
O’Brien ætlar sér aftur á völlinn sem fyrst.